Red Dead Redemption gefinn út aftur

Red Dead Redemption gefinn út aftur

Red Dead Redemption leikurinn frá 2010 er almennt talinn einn besti Open world leikur seinustu ára. Hann skartaði úrvals sögu, raddleikurum, umhverfi og fídusum. Aðdáendur hafa beðið eftir endurútgáfu síðustu árin, þar sem upprunalegi leikurinn var gefinn út á PS3 og Xbox 360. Þrátt fyrir að möguleiki sé að spila leikinn í dag með smá krókaleiðum, þá var þörf og áhugi á því að gefa leikinn út aftur, og færa grafíkina fram í nútímann.

Verst að Rockstar gerði það ekki.

Það kom aðdáendum leiksins á óvart að Rockstar ákvað að porta leikinn yfir á Playstation 4 og Nintendo Switch, eða að færa leikinn einfaldlega yfir á nýrri vélar í sinni núverandi mynd. Eftir orðrómanna seinustu vikurnar um leikinn, þá var það heldur betur högg í magann að fá leikinn nánast ósnertan, og líka á hærra verði en eðlilegt skyldi teljast fyrir 13 ára gamlan leik.

Aðdáendur leiksins sem og aðrir spilarar sem misstu af leiknum á sínum tíma geta þó gripið í fjarstýringarnar 17.ágúst og hent sér í Villta Vestrið enn á ný.