1. Leikjaspjall – Ósköpin byrjuðu hér

Kom út 1. júlí 2020

Hér er hann. Fyrsti þátturinn, þar sem vel grænir Arnór Steinn og Gunnar kynna sig fyrir hlustendum og segja frá sínum tölvuleikjarótum.

Arnór Steinn elst upp í Árbænum og stalst aðallega í leiki hjá hinum og þessum félögum. Á milli þess sem hann var að stelast var hann að forðast hnífsstunguárásir og fótboltabullur. Hans fyrstu leikir voru hin og þessi demó úr morgunkornspökkum, GTA: Vice City þegar hann var of ungur og top down kúreka RTS leikurinn Desperados. 

Gunnar ólst upp úti á landi sem þýðir að tækni var af skornum skammti. Hann lék sér aðallega með kringlur og kjálkabein sjálfdauðra kinda. Þegar rafmagnstenging var loksins komin á Skagann dundaði hann sér hvað mest í Heroes of Might and Magic 3 og eyddi bróðurparti æskunnar í World of Warcraft. Hann finnur enn fyrir gífurlegum eftirköstum af þessu; honum finnst raunverulega gaman að grænda í opinheims RPG leikjum.

Þessi ólíku ólíkindatól fannst það af einhverjum ástæðum frábær hugmynd að byrja með hlaðvarp. Ósköpin byrja hér.