31. Cyberpunk 2077 – fyrstu hughrif

31. Cyberpunk 2077 – fyrstu hughrif

Kom út 16. desember 2020

Hún var LÖNG, biðin eftir þessum ágæta leik. Aðdáendur biðu í nærri því sjö ár eftir því að Cyberpunk kæmi út og rústaði tölvunum þeirra. Hvílíkur leikur!

Arnór Steinn og Gunnar ræða sín fyrstu hughrif af leiknum í þættinum.

Það var nokkuð þekkt á sínum tíma að leikurinn var svo gott sem óspilanlegur hjá mörgum. Við vorum sem betur fer ekki svo óheppnir, en urðum við fyrir annars konar vonbrigðum?

Við tókum líka stutt viðtal við Daníel Frey, sem varð mikill góðvinur þáttarins, en hann hafði verið hype-málaráðherra Cyberpunk í nokkra mánuði áður en leikurinn kom út.

Hvað fannst þér um Cyberpunk? Lentir þú í veseni?