29. Star Wars: Fallen Order – EA kemur á óvart?

29. Star Wars: Fallen Order – EA kemur á óvart?

Kom út 2. desember 2020

“Ekki skera þig úr, gleymdu fortíðinni og ekki treysta neinum.”

Þetta eru orðin sem Cal Kestis, padawan á tímum Jedi hreinsunarinnar, þurfti að tileinka sér til að lifa af, hundeltur af veiðimönnum Veldisins

Þegar leikurinn var kynntur vorum við ekki bjartsýnir. EA er búið að meistaralega klúðra Star Wars nafninu síðustu ár og því var ekki mikið sem gaf til kynna að þessi leikur yrði eitthvað góður.

Svo kom hann út og var bara frábær.

Arnór Steinn og Gunnar ræða allt um þennna ágæta leik, spilun, karaktera, útlit og fleira.

Hvað fannst þér um Fallen Order?