23. Portal – kakan er lygi og allt það
Kom út 28. október 2020
Við tókum heldur betur nostalgíukast í þætti vikunnar.
Hefur ykkur ekki alltaf langað til þess að fara í gegnum ógeðslega steikta þrautabraut, vopnuð einhvers konar gátta-byssu á meðan tölvukerfi niðurlægir þig og kallar þig morðingja? Þá erum við með leiki fyrir þig!
Fyrsti Portal leikurinn kom út árið 2007 og sló rækilega í gegn. Þar spilar þú sem Chell, en hún prufukeyrir gáttabyssuna í gegnum nokkuð margar þrautabrautir á meðan tölvukerfið GLADoS kallar þig öllum illum nöfnum. Í næsta leik ertu aftur Chell. Fleiri borð, fleiri þrautir og fleiri morðóð vélmenni að hóta þér öllu illu.
Arnór Steinn og Gunnar eru miklir Portal aðdáendur og ræða leikina í þaula. Hvað finnst þér? Standast leikirnir tímans tönn eða eru þeir barn síns tíma?