32. Arkham City – Batmönnum okkur í gang!
Kom út 23. desember 2020
Í tilefni af Þorláksmessu 2020 ákváðu drengirnir að taka fyrir annan leikinn í Arkham seríunni. Allt sem vantaði í Asylum, er gert í City. Hvílíkur andskotans leikur!
Hér er það hinn fluggáfaði Hugo Strange sem hefur klófest fátækrahverfi Gotham borgar og búið til ofurfangelsi utan um. Blakan neyðist til að fljúga í gegnum fangelsið og berjast við nokkur kunnugleg andlit út myndasögunum. Þar má nefna Jókerinn, Penguin, Two-Face, Killer Croc og Ra’s Al Ghul.
Arnór Steinn og Gunnar taka fyrir það helsta um leikinn. Þeir eru ósammála um ágæti hans. Annar þeirra segir að leikurinn sé frábær en hinn telur eitthvað vanta upp á. Getur þú giskað hvor segir hvað?
Hvað fannst þér um Arkham City?