2. Skyrim – Nennirðu að brugga handa mér öl?

2. Skyrim – Nennirðu að brugga handa mér öl?

Kom út 3. júlí 2020

Fyrsti leikurinn sem Tölvuleikjaspjallið tók fyrir var Skyrim. Hvers vegna? Það er erfitt að segja. Við getum ímyndað okkur samtalið sem stressaðir Arnór Steinn og Gunnar áttu áður en þeir fóru að plana fyrstu rispu af þáttum.

“Hvað er alveg fool-proof og hægt að tala um að eilífu?” spurði annar þeirra með svita lekandi af enninu. 

Svarið er Skyrim. Það er alltaf Skyrim. 

Þeir ræða margt um þennan ágæta leik. Söguna, mismunandi spilunarstíla, nostalgíutilfinninguna og margt fleira.

Hvar stendur þessi ágæti leikur í dag? Er hann enn ótvírætt meistaraverk eða er hann öðruvísi í ljósi nútímans?