10. Fallout 4 – önnur nýlenda sárlega þarfnast hjálpar þinnar

10. Fallout 4 – önnur nýlenda sárlega þarfnast hjálpar þinnar

Kom út 12. ágúst 2020.

Hlustendur báðu og við svöruðum! Hér er hinn eini og sanni Fallout 4 í allri sinni dýrð. Eða … eitthvað svoleiðis.

Fallout 4 gerist á Boston svæðinu og nýtur enn talsverðra vinsælda í dag, þrátt fyrir að vera nokkuð umdeildur á meðal sumra Fallout aðdáenda. Hann kom út árið 2015 og honum til viðbótar komu sex aukapakkar.

Arnór Steinn og Gunnar eru alls ekki sammála um ágæti leiksins og má finna eitt fyrsta rant Tölvuleikjaspjallsins í þessum þætti.

Aðalpersónan talar, það þarf þolinmæði í að byggja allar nýlendurnar, sagan er ekki upp á sitt besta og margt annað áhugavert er rætt í þættinum. Leikurinn er þó drulluskemmtilegur og næg ástæða til að sökkva hundruðum klukkutíma í hann.

Hvað fannst þér um Fallout 4? Ertu sammála Gunnari, eða Arnóri?