33. Áramótaþáttur Tölvuleikjaspjallsins – hálft ár er samt ár!

33. Áramótaþáttur Tölvuleikjaspjallsins – hálft ár er samt ár!

Kom út 30. desember 2020

Þegar maður er á annað borð með vikulega hlaðvarpsþætti þá liggur það beint við að hafa árlega samantektarþætti, sirka í kringum 31. desember.

Arnór Steinn og Gunnar fara um víðan völl og ræða sína uppáhalds leiki á árinu, bæði nýja og gamla. Einnig er smá spurningakeppni úr þeim leikjum sem við höfum fjallað um, ásamt því að svara nokkrum spurningum hlustenda!

Við þökkum fyrir árið 2020!